Bíll brann við íbúðarhús: Snör handtök lögreglu björguðu húsinu

bilabruni egs 29062013 0002 webSnör handtök lögreglu komu í veg fyrir að ekki fór verr þegar bíll brann við einbýlishús á Egilsstöðum í nótt. Eldurinn var byrjaður að sleikja húsið.

Það var laust eftir klukkan tvö í nótt sem lögreglan á Egilsstöðum var kölluð út þar sem bifreið stóð í björtu báli við einbýlishús á Tjarnarbraut.

Þegar lögregluna bar að garði var eldurinn við það að læsa sig í húsið. Lögreglumaður brást skjótt við og sprautaði með garðslöngu á bálið. Þannig tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í húsið.

„Eldurinn magnaðist eftir að við komum. Sennilega tókst okkur naumlega að forða því að það kviknaði í húsinu. Það var í verulegri hættu,“ segir Jens Hilmarsson, lögreglumaður, en hann var fyrstur á vettvang ásamt félaga sínum.

Slökkviliðið kom á vettvang skömmu síðar. Hratt og vel gekk að slökkva í bílnum sem er aðallega brunninn að aftanverðu.

Rúða í húsinu sprakk, þakrör bráðnaði í sundur og sú hlið sem snýr að götunni er sviðin. Húsið var mannlaust er eldurinn kom upp. Eldsupptök eru ókunn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.