Skip to main content

Kristín Albertsdóttir nýr forstjóri HSA: Tveir úr hópi ellefu umsækjenda metnir hæfastir.

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. jún 2013 03:40Uppfært 29. jún 2013 03:53

Kristin-Bjorg-AlbertsdottirHeilbrigðisráðherra hefur skipað Kristínu Björgu Albertsdóttur í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands til fimm ára. Hún var önnur af tveimur umsækjendum sem sérstök hæfnisnefnd taldi hæfasta í embættið.



Kristín er fædd árið 1963. Hún lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk MA-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2008.

Í frétt á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að Kristín hefur áður starfað innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands í um það bil tíu ár. Hún var deildarstjóri heilsugæslu við Heilbrigðisstofnunina Egilsstöðum 1998–2002, starfaði við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1994–1997, sem hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Egilsstöðum í afleysingum 1993–1994, sem hjúkrunarforstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunarinnar Seyðisfirði 1990–1993 og hjúkrunarforstjóri Heilsugæslunnar Fáskrúðsfirði 1987–1988.

Undanfarin ár hefur hún starfað við heilbrigðisþjónustu meðfram námi en síðustu árin verið sviðsstjóri fasteignasviðs Þjóðkirkjunnar og þar áður starfsmaður Sýslumannsembættisins í Reykjavík.

Kristín tekur við starfinu þann 1. júlí. Fráfarandi forstjóri er Einar Rafn Haraldsson en Þórhallur Harðarson hefur verið settur forstjóri í forföllum hans. Alls sóttu ellefu manns um starfið.

Aðrir umsækjendur voru:
Arnbjörg Sveinsdóttir
Bjarni Kr. Grímsson
Daði Einarsson
Elín Björg Ragnarsdóttir
Guðjón Hauksson
Guðmundur Helgi Sigfússon
Hallgrímur Axel Tulinius
Svava Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir
Valdimar O. Hermannsson
Þórhallur Harðarson