Júnímánuður einn sá hlýjasti sem mælst hefur

solbad valdi veturlidaNýliðinn júnímánuður er einn sá hlýjasti sem mælst hefur á austfirskum veðurstöðvum. Hann var til dæmis sá sjötti heitasti á Teigarhorni frá því mælingar þar hófust árið 1872.

Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari í júní. Á Teigarhorni var meðalhiti mánaðarins 8,9 gráður.

Á Dalatanga var meðalhitinn 8,3°C en þar þetta fjórði heitasti júnímánuður sem mælst hefur í 75 ára sögu stöðvarinnar.

Á Egilsstöðum var meðalhitinn 10,7°C sem skipar nýliðnum júnímánuði í fimmta sætið í sínum flokki en mælingar hafa staðið þar yfir í tæpa sex áratugi.

Til samanburðar má nefna að meðalhitinn í júní í Reykjavík var 9,9°C og 11,4°C á Akureyri en þar var júní mjög hlýr.

Hæsti hiti mánaðarins mældist á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði þann 10. júní, 22,8¨C á sjálfvirkri stöð og 21,5°C á mannaðri stöð.

En Austurland átti líka lægstu hitatölurnar. Kaldast mældist á Brúarjökli -4,3°C þann 2. júní en þar var meðalhiti mánaðarins einnig lægstur, 2,7°C.

Lægsti hiti í byggð var á Fáskrúðsfirði á þjóðhátíðardaginn, -1,5°C. Að meðaltali var kaldast í Seley, 6,6°C.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.