Skip to main content

Lögreglumanni vikið frá störfum eftir að barnaklám og sterar fundust á heimili hans

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. júl 2013 22:05Uppfært 19. júl 2013 23:57

logreglanLögreglumanni í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði hefur verið vikið tímabundið frá störfum eftir að barnaklám fannst við húsleit á heimili hans. 


Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að húsleitin hafi verið gerð vegna meints kynferðisbrots gegn telpu. Það mál var fellt niður.

Á heimili mannsins fannst hins vegar lítilræði af sterum og barnaklám á tölvubúnaði. Lögreglumaðurinn var ekki við störf meðan málið var rannsakað en honum var birt ákæra í vikunni. Hann hefur starfað lengi við lögregluembættið.

Í samtali við DV.is segir lögreglumaðurinn að myndirnar hafi sennilega slæðst með efni sem hann hafi sótt sér á skrádeilingasíðuna Pirate Bay. Enginn ásetningur hafi verið hjá honum í að eiga efnið.