Lögreglumanni vikið frá störfum eftir að barnaklám og sterar fundust á heimili hans

logreglanLögreglumanni í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði hefur verið vikið tímabundið frá störfum eftir að barnaklám fannst við húsleit á heimili hans. 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að húsleitin hafi verið gerð vegna meints kynferðisbrots gegn telpu. Það mál var fellt niður.

Á heimili mannsins fannst hins vegar lítilræði af sterum og barnaklám á tölvubúnaði. Lögreglumaðurinn var ekki við störf meðan málið var rannsakað en honum var birt ákæra í vikunni. Hann hefur starfað lengi við lögregluembættið.

Í samtali við DV.is segir lögreglumaðurinn að myndirnar hafi sennilega slæðst með efni sem hann hafi sótt sér á skrádeilingasíðuna Pirate Bay. Enginn ásetningur hafi verið hjá honum í að eiga efnið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.