Skólastarfsmaður sýknaður af ákæru um líkamsárás gegn nemanda

logregla syslumadursey heradsdomuraustHéraðsdómur Austurlands hefur sýknað skólastarfsmann af ákæru um líkamsárás og brot á barnaverndarlögum eftir að hafa fært nemenda með valdi úr matsal skólans síðasta haust. Áverkar komu fram á hálsi nemandans eftir atvikið en dómurinn taldi ekki nægar sannanir fyrir að þeir stöfuðu beint frá því.

Starfsmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa fært nemandann með „ofbeldi, yfirgangi og ruddalegum hætti með því að taka hann hálstaki og færa með valdi úr matsal skólans og í annað herbergi með þeim afleiðingum að hann hlaut roða og a.m.k. 2 cm rispu áhálsi og áverka á hægri baugfingur.“

Starfsmaðurinn sagðist hafa setið með leikskólabörnum í matsal skólabyggingarinnar, þegar drengurinn, sem er tæplega átta ára gamall, hefði farið að veifa hnífapörum og skapað hávaða. Hann hefði ekki sinnt tilmælum um að leggja frá sér hnífapörin.

Starfsmaðurinn hafi tekið hnífapörin af drengnum en hann þá farið að öskra. Viðbrögðin hefðu verið að taka fyrir munn hans og hnakka og síðan „reynt að draga hann út úr aðstæðunum.“ Starfsmaðurinn hafnaði því að hafa tekið drenginn hálstaki.

Í framburði annarra starfsmanna skólans, sem voru staddir í matsalnum eða í námunda, kemur fram að þeim hafi „misboðið“ aðfarirnar og talið þær „harkalegar og tilefnislausar.“ Fyrir dóminum gat enginn staðfest að hafa séð hálstakið.

Drengurinn sé með greiningu, þekktur fyrir bræðiköst. Þeir hafi hins vegar ekki talið hann með mikið ónæði umfram önnur börn að þessu sinni og ekki verið hætta af honum.

Í niðurstöðu dómsins segir að framburður starfsmannsins hafi verið stöðugur og ekkert komið fram sem rýri hann. Ósannað sé að drengurinn hafi verið tekinn hálstaki eins og segi í ákærunni. Þá er minnt á að ekki verði dæmt fyrir aðrar sakagiftir en þær sem fram komi í ákærunni.

Áverkar sáust ekki fyrr en nokkru eftir atvikið. Þótt ekki sé ólíklegt að þeir hafi hlotist af valdbeitingunni sé ekki fullsannað að þeir stafi beint af honum.

Þá hafi ekkert vitnanna beinlínis verið að fylgjast með drengnum þegar hin ákærða hóf afskipti af honum. Því sé ósannað að of miklu valdi hafi verið beitt eða hvort ógn hafi stafað af honum í salnum. Því hafi verið sýknað af öllum ákæruliðum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.