Skip to main content

Sturla skattakóngur Austurlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. júl 2013 22:52Uppfært 29. júl 2013 22:55

sturla thordarsonSturla Þórðarson, skipstjóri á Berki NK, greiðir hæstu opinberu gjöldin á Austurlandi í ár. Þeir tíu efstu búa allir í Fjarðabyggð og eru skipstjórar áberandi á listanum.


Þetta kemur fram í útreikningum Austurfréttar sem byggja á gögnum frá skattinum. Í okkar gögnum telst Austurland það svæði sem nær yfir sambandssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, frá Vopnafirði til Djúpavogs.

Níu af tíu efstu eru karlar sem starfa ýmist á skipum Síldarvinnslunnar eða Eskju. Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa, kemst upp á milli þeirra og er níunda á listanum.

Flestir hafa árum saman verið á listum yfir skattakónga fjórðungsins eða tekjuhæstu einstaklingana.


Þessi greiða hæstu skattana á Austurlandi 2013


1. Sturla Þórðarson, skipstjóri, Neskaupstað, 25,4 milljónir.
2. Sigurbergur Hauksson, skipstjóri, Neskaupstað, 24,8 milljónir.
3. Kristinn Grétar Rögnvarsson, skipstjóri, Eskifirði, 24,1 milljón.
4. Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri, Eskifirði, 23,6 milljónir.
5. Hálfdán Hálfdánarson, skipstjóri, Neskaupstað, 23,3 milljónir
6. Magnús Ómar Sigurðsson, skipstjóri, Eskifirði, 23,2 milljónir
7. Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri, Neskaupstað, 21,4 milljónir
8. Hafsteinn Bjarnason, sjómaður, Eskifirði, 21,3 milljónir.
9. Janne Sigurðsson, forstjóri, Eskifirði, 18,2 milljónir.
10. Þórhallur Hjaltason, stýrimaður, Eskifirði, 16,1 milljón.