Ríkissaksóknari ákærir fyrir manndráp

manndrap domari 07052013Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðriki Brynjari Friðrikssyni fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni að bana að heimili hans á Egilsstöðum aðfaranótt þriðjudagsins 7. maí.

Í ákærunni er Friðriki Brynjar gefið það að sök að hafa banað Karli með því að „stinga hann tvisvar sinnum með hnífi í brjóstið og gengu hnífstungurnar í hægra hjartahólf og í framhaldi stungið hann ítrekað í háls, andlit, höfuð, hægri handlegg og vinstra læri, allt með þeim afleiðingum að Karl hlaut bana af.“

Ákært er fyrir manndráp en í þeirri grein hegningarlaga sem ákæran byggir á segir að hver sá sem svipti annan mann lífi skuli sæta fangelsi eigi skemur en fimm ár.

Ákæruvaldið fer fram á að Friðrik Brynjar verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið er höfðað fyrir héraðsdómi Austurlands.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.