Sigríður Rún skipuð prestur í Egilsstaðaprestakalli

sigridur run tryggvadottir webBiskup Íslands hefur skipað Sigríði Rún Tryggvadóttur, guðfræðing, í embætti prests í Egilsstaðaprestakalli frá og með 1. september. Sjö sóttu um starfið.


Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að tíu manna valnefnd prestakallsins hafi mælt með skipan Sigríðar. Hinir sem sóttu um starfið voru: Arnaldur Máni Finnsson, guðfræðingur, Elín Salóme Guðmundsdóttir, guðfræðingur,  Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur, Sr. Hanna María Pétursdóttir, Inga Sigrún Atladóttir guðfræðingur og Sveinn Alfreðsson, guðfræðingur.

Sigríður Rún mun hafa aðsetur á Seyðisfirði og sérstakar starfsskyldur við Seyðisfjarðarsókn. Seyðisfjarðarprestakall var nýverið sameinað Egilsstaðaprestakalli. Sr. Cecil Haraldsson sóknarprestur lét af embætti fyrr í sumar.

Hún er fædd í Reykjavík árið 1975, lauk Cand Theol prófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands 2003 og hlaut embættisgengi sama ár. Undanfarin ár hefur hún sinnt margvíslegum störfum á sviði barna- og æskulýðsmála. 

Hún var æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju 2004-2009, verkefnastjóri Lífsleikni Þjóðkirkjunnar 2009-2011 og æskulýðsfulltrúi í Árbæjarkirkju 2009-2011. Þá var hún skólastjóri Farskóla leiðtogaefna á höfuðborgarsvæðinu 2011-2013.

Frá árinu 2011 hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.