Hæsti meðalhiti á landinu í júlí á Hallormsstað

hallormsstadarskogurMestur meðalheiti á landinu í júlímánuði mældist á Hallormsstað. Mánuðurinn var sá þriðji hlýjasti í sögu veðurmælinga á Dalatanga en hann var Austfirðingum afar góður.

Meðalhitinn á Hallormsstað mældist 12,2 stig og 11,4 á Egilsstaðaflugvelli. Langlægstur var hann hins vegar á Brúarjökli, 3,7 stig og á láglendi í Seley 8,2 stig, að því er fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar yfir tíðarfarið í nýliðnum júlí.

Meðalhitinn á Dalatanga var 9,8 stig og hefur aðeins tvisvar mælst meiri í júlí í 75 ára sögu veðurathugana þar, árin 1955 og 1984.

Meðalhitinn á Egilsstöðum mældist 11,7 stig sem er í hlýrra lagi og sömu sögu er að segja frá Teigarhorni í Berufirði.

Eitt dægurmet var slegið þann 10. júlí þegar hitinn mældist 26,1 stig á Egilsstaðaflugvelli. Eldra metið var frá Hallormsstað, 25,3 stig árið 1977.

Þá var sömuleiðis sett dægurlágmarksmet þegar hitinn fór niður í -3,9 stig á Brúarjökli 2. júlí. Heildarlágmarksmet júlímánaðar var ekki langt undan en það er -4,1 stig úr Möðrudal 21. júlí árið 1986.

Í Reykjavík var hitinn í meðallagi í sögulegu samhengi, rúmri gráðu lægri að meðaltali fyrir austan.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.