Lögreglan leitar brennuvargs á Egilsstöðum
Lögreglan á Egilsstöðum leitar að brennuvargi sem kveikir í bifreiðum. Kveikt var í tveimur bílum í þorpinu aðfaranótt sunnudags.Í tilkynningu lögreglunnar segir að kveikt hafi verið í báðum bílunum um klukkan fimm um nóttina. Annar stóð í stæði við Laufás 5 og var mjög nálægt íbúðarhúsinu þar sem eldri kona svaf. Hinn var vestan við Menntaskólann. Vel gekk að slökkva eldana en báðir bílarnir eru ger ónýtir.
Í lok júní var kveikt í bifreið við Tjarnarbraut. Sú rann upp að íbúðarhúsnæði og mátti litlu muna að eldurinn læsti sig í húsið.
Í tilkynningunni segir að gríðarlega mikilvægt sé að íbúar hafi samband við lögregluna á Egilsstöðum hafi þeir einhverjar upplýsingar „sama hversu lítilfjörlegar þær virðast vera.“
Hægt er að koma upplýsingum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma lögreglunnar á Egilsstöðum 470-2140
Lögreglan á Egilsstöðum fer með rannsókn málisins í samvinnu við rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði.