Réðist inn á heimili lögreglumanns og hótaði heimilisfólki lífláti

logreglanKarlmaður réðist inn á heimili lögreglumanns í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði í gærkvöldi. Hann hótaði heimilisfólki meðal annars lífláti áður en hann hafði sig á brott.

„Hann fer að heimili lögreglumannsins, hótar heimilisfólkinu meðal annars lífláti og öllu illu,“ staðfesti Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði í samtali við Austurfrétt.

Lögreglumaðurinn var einn á vakt í umdæminu sem nær frá Vopnafirði í norðri til Seyðisfjarðar í suðri. Hann var ekki heima þegar innrásin átti sér stað.

„Það breytir ekki alvarleika málsins þótt hann hafi ekki verið heima,“ segir Jónas.

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Eskfirði rannsakar málið í samvinnu við lögregluna í Seyðisfjarðarumdæmi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.