Slóð lögð að nýjum Norðfjarðargöngum

nordfjardargong slodagerd 08082013 geUndirbúningur að nýjum Norðfjarðargöngum er kominn á fullt. Í sumar hefur verið unnið að byggingu nýrrar brúar yfir Norðfjarðará og nú er byrjað að ryðja slóð frá væntanlegum gangnamunna að brúnni til að menn komist að munnanum og geti byrjað að vinna þar.

Slóðin er um þrír kílómetrar að lengd og lögð í fyrirhugðu vegstæði til að hún valdi sem minnstum spjöllum á landinu.

Fyrst var farið eftir veglínunni, jafnað í henni og ræst fram á blautustu svæðunum en votlendi er víað í henni. Síðan á að reyna að flytja skriðuefni frá gangnamunnanum í slóðina til að hún beri vörubíla.

Vegurinn sjálfur verður síðan að mestu gerður úr efni úr göngunum þegar þar að kemur. Verkið er unnið af Héraðsverki.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.