Björgunarbátur dró annan bát í gang

landsbjorg sjobjorgun webBjörgunarbáturinn Hafdís á Fáskrúðsfirði sinnti tveimur útköllum úti fyrir Austfjörðum á jafnmörgum dögum í síðustu viku. Í annað skiptið virðist hún hreinlega hafa dregið vélarvana bát í gang.

Fyrra útkallið var á miðvikudag en báturinn aðstoðaði þá tvo handfærabáta til hafnar á Breiðdalsvík. Stýrisbúnaður annars bátsins bilaði og þegar hinn ætlaði að draga þann til hafnar slitnaði dráttarlínan og flæktist í skrúfuna á honum svo hann varð stjórnlaus.

Aðrir bátar komu þá til hjálpar og drógu þessa tvo í átt til Breiðdalsvíkur. Hafdísin var fyrst björgunarbáta á vettvang og tók við drættinum skammt fyrir utan Breiðdalsvík.

Seinna útkallið var á fimmtudag þegar haft var samband út af vélarvana bát austur af Streiti. Hafdís mætti á staðinn og tók bátinn í tog. Þegar bátarnir voru um það bil hálfnaðir á leið til hafnar hrökk hinn vélarvana bátur í gang.

Á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Geisla, sem sér um Hafdísi, er því haldið fram að sá bátur sé sennilega sá fyrsti í heiminum sem dreginn hefur verið í gang. Hann hélt svo heim til Stöðvarfjarðar fyrir eigin vélarafli.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.