Íbúafundur á Eskifirði um ný Norðfjarðargöng
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. ágú 2013 10:33 • Uppfært 21. ágú 2013 10:59
Framkvæmdir við ný Norðfjarðargöng verða kynntar á íbúafundi sem haldinn verður í Grunnskólanum á Eskifirði í kvöld klukkan 20:00.
Þar verður einnig fjallað um hvernig upplýsingum verður miðlað til íbúa á framkvæmdatíma ganganna. Fulltrúar Vegagerðarinnar og Austurfréttar hafa gert með sér samkomulag um að á framkvæmdatímanum verði sérstök undirsíða á Austurfrétt tileinkuð göngunum.
Þar verður að finna helstu upplýsingar um framvindu ganganna, tilkynningar og fleiri gögn. Sú síða fer í loftið síðar í dag.