Kviknaði í húsi í Fellabæ: Ekki talið verk brennuvargs

logreglanEldur kviknaði í húsi við Brekkubrún í Fellabæ aðfaranótt laugardags. Nokkrar skemmdir urðu á fótstykki hússins. Lögreglan telur ólíklegt að brennuvargur, sem leitað hefur verið að á Egilsstöðum undanfarna viku, hafi verið að verki.

„Þetta virðist hafa verið óhapp fremur en ásetningur,“ segir Jónas Wilhelmsson hjá lögreglunni á Eskifirði sem rannsakar málið.

„Trúlega hafa menn verið að reyna að eyða geitungabúi sem þarna var með eldfimum efnum þannig að glóð komst í fótstykkið um loftrás og kraumaði þar klukkustundum saman.“

Eldurinn var lítill en talsverður reykur. Slökkvistarf gekk því greinilega. Húsið er lítið brunnið en talsverðar skemmdir á fótstykkinu.

Fyrir viku var kveikt í tveimur bílum á Egilsstöðum og óskaði lögreglan í kjölfarið eftir aðstoð íbúa við leit að brennuvargi. Miðað við öll verksummerki telur Jónas „mjög ólíklegt“ að hann hafi verið að verki í Fellabæ. Húsbruninn sé „allt annars eðlis“ en bílabrunarnir.

Sú leit stendur þó enn yfir. „Við erum með ýmsar upplýsingar og erum að raða þeim saman. Það skiptir okkur máli að fá allar upplýsingar sem fólk býr yfir. Þótt þær virðist lítilvægar getur skipt máli fyrir okkur að fá þær.“

Þeir sem búa yfir upplýsingum sem tengst gætu bílabrununum er bent á að hafa samband við lögregluna á Egilsstöðum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 470-2140.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.