Bæjarstjórn hvetur íbúa Fjarðabyggðar til að styðja undirskriftarsöfnun við flugvöllinn í Vatnsmýrinni

flug flugfelagislands egsflugvUm 45.000 manns hafa undirritað stuðningsyfirlýsingu við „óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.“ Vika er síðan söfnin hófst. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hvetja íbúa sveitarfélagsins til að skrifa undir.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum í dag segir að „engin undirskrifasöfnun hafi náð jafn miklu flugi á svo skömmum tíma.“ Söfnunin heldur áfram, bæði með undirskriftarlistum og á lending.is næstu fjórar vikur.

Í tilkynningunni segir enn fremur að áratuga óvissa um framtíð vallarins hafi valdið starfsemi á flugvellinum „miklum vanda og staði í vegi fyrir eðlilegum fjárfestingum og uppbyggingu atvinnustarfsemi.“ Þeirri óvissu megi eyða með því að festa staðsetninguna í sessi.

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í vikunni var framtaki félagsskaparins Hjartað í Vatnsmýrinni, sem stendur að baki undirskriftinni, fagnað. Í bókunni segir að vera flugvallarins á núverandi stað sé „alger forsenda fyrir íbúa þessa lands hvort sem litið er til sjúkraflugs, stjórnsýslu eða annarrar þjónustu sem í boði er í höfuðborg landsins alls.“

Vísað er til nýlegrar skýrslu KPMG um neikvæð áhrif af flutningi miðstöðvar innanlandsflugsins úr Reykjavík á landsbyggðina. Bæjarstjórnin hvetur því bæði íbúa sveitarfélagsins og landsmenn alla til að kynna sér málin og leggja undirskriftasöfnuninni lið.

Fyrir skemmstu velti Jón Jónsson, lögmaður, upp þeirri spurningu í grein hér á Austurfrétt hvort einhliða ákvörðun Reykjavíkurborgar um breytingu á flugvellinum gæti skapað bótarétt gagnvart ríkinu.

Í kjölfarið sendi Austurfrétt innanríkisráðuneyti fyrirspurn um málið. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað þrátt fyrir ítrekun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.