Dagmar Ýr ráðin upplýsingafulltrúi Fjarðaáls

dagmar yr stefansdottir skorinDagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls og kemur til starfa í í október. Erna Indriðadóttir, sem hefur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Fjarðaáls frá því fyrirtækið hóf rekstur, sagði starfi sínu lausu síðastliðið vor og hverfur til annarra starfa.

Dagmar Ýr er fædd árið 1982 og alin upp á Jökuldal. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2002 og útskrifaðist með BA próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri 2007.

Hún starfaði sem fréttamaður á sjónvarpsstöðinni N4 og frá 2008 hefur hún verið forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Háskólanum á Akureyri.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.