Dæmdur fyrir samræði við fjórtán ára stúlku

heradsdomur domsalurTvítugur karlmaður var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa í fyrra haft samræði við stúlku sem þá var fjórtán ára gömul. Maðurinn játaði brot sitt greiðlega.

Lágmarksrefsing við slíkum brotum er eins árs fangelsi. Heimilt er þó að milda hana séu gerandi og brotaþoli á svipuðum aldri og þroskastigi. Dómurinn taldi nokkurn þroskamun á þessum einstaklingum og notaði því ekki heimildina.

Stúlkan fór fram á 250.000 krónur í miskabætur. Strákurinn vildi að þeirri kröfu yrði hafnað þar sem ekki væri sannað að brotið hefði valdið stúlkunni andlegri vanlíðan. Hann benti á að annað sakamál væri rekið fyrir dómnum þar sem annar maður er ákærður fyrir samskonar brot gegn stúlkunni.

Dómurinn féllst ekki á þessu heldur taldi miskabótakröfuna hóflega enda hljóti menn almennt skaða af broti sem þessu. Þá vísaði hann til þess að bann gegn samræði við börn undir 15 ára aldri sé sett til verndar börnunum.

Maðurinn þarf því að greiða miskabæturnar auk sakakostnaðar upp á 300.000 krónur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.