Barkabólgan á Egilsstaðabýlinu upprætt

egilsstadir fjosMatvælastofnun telur að tekist hafi að uppræta smitandi barkabólgu sem greindist í kúm á kúabúinu á Egilsstöðum í fyrrahaust. Ekki hefur enn tekist að rekja hvaðan smitið barst.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í dag. Eftir að jákvæð svörun greindist við prófi voru tekin sýni úr öllum gripunum á búinu. Við þær sýnatökur reyndust 22 gripir jákvæðir og var þeim öllum slátrað. Sömu sögu er að segja af sýktum grip sem fluttur var frá Egilsstöðum á annað bú á Héraði.

Ummerki um veiruna fundust ekki annars staðar á landinu þrátt fyrir mikla leit. Á Egilsstöðum hafa verið tekin sýni tvisvar með sjö mánaða millibili og enginn gripur greinst með smit. Matvælastofnun telur því „allar líkur á að smitið hafi verið upprætt“ og því öllum kvöðum verið létt af búinu.

Ekki hefur enn verið rakið hvaðan smitið barst en smitandi barkabólga er algeng víða í Evrópu. Stofnunin leggur áherslu á að áfram takist að halda Íslandi fríu frá sjúkdóminum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.