Sjö tíma björgunaraðgerðir: Fóru til að bjarga húsbíl en enduðu á að redda rútum

rutubjorgun 08102013 nikkibraga webBjörgunarsveitarmenn frá Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði stóðu í ströngu í gærkvöldi þegar selflytja þurfti hundruð ferðamanna af Fjarðarheiði niður á Seyðisfjörð í ferjuna Norrænu. Þrjár stórar rútur sátu þar fastar í mikilli hálku.

Björgunarsveitirnar voru kallaðar út um klukkan sex í gærkvöldi til að aðstoða húsbíl sem farið hafði út af veginum yfir Fjarðarheiði. Á meðan björgunarsveitarmenn voru að bjarga bílnum komu þrjár rútur með þýskum ferðamönnum upp á heiðina í viðbót.

Ferðamennirnir voru í dagsferð um héraðið og voru alls á níu rútum en þær fyrstu sex komust áfallalaust yfir heiðina. Seinni partinn gekk í slyddu í byggð en á heiðinni kólnaði og frysti þannig að flughálka myndaðist á veginum sem rúturnar voru engan vegin búnar undir.

Bílstjórarnir treystu sér ekki niður til Seyðisfjarðar með rúturnar fullar en um 70 farþegar voru í hverri þeirra. Farþegarnir voru selfluttir til Seyðisfjarðar með björgunarsveitarbílum og tveimur minni rútum frá Seyðisfirði.

Hluti farþeganna var orðinn nokkuð skelkaður og fóru því félagar úr Rauða krossinum um borð í ferjuna til að veita fólkinu áfallahjálp.

Rútunum var komið á keðjur þegar búið var að tæma þær og þeim ekið til Seyðisfjarðar. Björgunaraðgerðunum lauk um klukkan eitt í nótt, sjö tímum eftir að þær hófust.

Myndir: Nikulás Bragason

rutubjorgun 09102013 nikkibraga 3 web
rutubjorgun 09102013 nikkibraga 2 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.