Norðfjarðargöng: Fyrsta sprengingin á morgun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. okt 2013 11:18 • Uppfært 11. okt 2013 11:22
Fyrsta sprengingin við gerð nýrra Norðfjarðargana Eskifjarðarmegin verður á morgun, laugardaginn 12. október 13:00. Nokkrar takmarkanir verða á umferð af þeim sökum.
Stuttu fyrir sprengingu verður Dalbraut lokað við vinnubúðir verktaka og einnig nokkru innan við vinnusvæðið, þar til sprengingu er lokið og öryggi er tryggt á ný.
Þetta stendur væntanlega aðeins í nokkrar mínútur og valda litlum töfum. Gefið verður hljóðmerki fyrir og eftir sprengingu.
Fólki er bent á að halda sig í góðri fjarlægð frá vinnusvæðinu á meðan og virða lokanir verktakans.