Skip to main content

Framsóknarmenn telja Reykjavíkurflugvöll eitt stærsta byggðamál samtímans

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. okt 2013 13:05Uppfært 14. okt 2013 13:07

sigmundur david feb13Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi telja núverandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík eitt stærsta byggðamál samtímans. Þeir gleðjast einnig yfir góðu gengi í þingkosningunum í vor sem tryggði flokknum sæti í ríkisstjórn.


Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun nýafstaðins kjördæmisþings Framsóknarmanna. Þar er staðsetning flugvallarins sögð „grundvallarforsenda þess að Reykjavík viðhaldi hlutverki sínu sem höfuðborg landsins.“

Í ályktuninni er fagnað góðum árangri flokksins í kjördæminu í kosningunum í vor en hann fékk þar fjóra menn kjörna. Lýst er yfir stuðningi við núverandi ríkisstjórn „undir forystu framsóknarmanna til allra góðra verka.“

Kjördæmisþingið leggur áherslu á að stefnu flokksins í byggðamálum verði framfylgt og vegakerfið byggt áfram upp. Sérstaklega er minnst á að kannaðar verði áherslur fyrir göngum undir Fjarðarheiði og nýjum Ólafsfjarðargöngum.

Þingið fagnar sérstaklega fyrirhuguðum framkvæmdum á Bakka við Húsavík en jafnframt ítrekað að flokkurinn sé grænn flokkur sem styðji „atvinnuuppbyggingu og orkunýtingu í sátt við náttúru landsins.“