Hlýrra eystra um helgina heldur en í nágrannaríkjunum: Gamanið búið í bili

reydarfjordur hofnHlýrra var í veðri á Austfjörðum í lok síðustu viku heldur en víða í Evrópu. Hæðin sem ráðið hefur veðrinu undanfarna daga hefur misst afl sitt og því er von á kaldari straumum úr þessu. Eitt daghitamet féll en hitametið fyrir mánuðinn stendur enn óhaggað.

Hitinn fór mest í 20,3 stig á Kollaleiru á fimmtudagskvöld, í Neskaupstað mældist 19,9 stiga hiti á föstudag og tæplega sextán stiga hiti á laugardag. Dægurmet féll á fimmtudaginn en hið eldra var 19,2 stig, sett á Teigarhorni árið 1937.

Til samanburðar má nefna að á fimmtudag var hitinn í London og Stokkhólmi aðeins átta stig, tólf stig í París og Moskvu og fjórtán í New York.

Að því er fram kemur á bloggsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings, mældust hins vegar 20 stig á Seyðisfirði 11. október 1975 og 18,7 á Dalatanga fyrir tveimur árum.

Hitamet októbermánaðar er hins vegar 23,5 stig fyrsta dag mánaðarins á Dalatanga árið 1973. Þá mældist einnig svipaður hiti á Seyðisfirði árið 1914 og Húsavík árið 1944.

Tuttugu stiga hiti mældist einnig á Íslandið þann 19. október árið 2007. Þá er hitaber mánaðarins á stöðinni á Kollaleiru 21,1 stig 26. október 2003 og 20,9 stig frá 15. október árið 1985.

Hitinn stafaði frá þykkum og hlýjum hæðarhrygg sem kom sér fyrir yfir Austurlandi. Hæðin hefur misst tengsl sín við hlýtt aðstreymi úr suðri lifir aðeins á því sem hún hefur þegar fengið. Því er von á að kólnandi veðri úr þessu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.