Hlýrra loftslag gæti bætt aðstæður til timburframleiðslu

thorbergur h jonsson skogurHlýrra loftslag gæti aukið möguleika Íslendinga til nytjaskógræktar. Þó er óvíst að sú hlýnun sem spáð er dugi Íslendingum til að rækta nýjar tegundir. Erfitt er því að vita tækifæri gætu opnast skógræktendum.

Þetta er mat Þorbergs H. Jónssonar, sérfræðings hjá Skógrækt ríkisins en hann fjallaði um tækifæri fyrir skógrækt í hlýnandi veðurfari á norrænni skógræktarráðstefnu sem nýverið var haldin á Hallormsstað.

Þótt almennt sé varað við hættunum sem fylgi loftslagsbreytingum gætu þau líka boðið upp á tækifæri í ræktun á norðurslóðum. Hlýni veturnir hérlendis verður loftslag hér svipað og á norður Skotlandi í dag.

Það gæti til dæmis aukið vöxt birkis þótt hann ráðist af fleiri þáttum. Það hefur verið reyndin á eyjunum norður af Bretlandi. Þá hafa Færeyingar undanfarin ár prófað sig áfram með suðrænar tegundir.

Framleiðni sitkagrenis eykst einnig í hlýrra lofti. Hérlendis myndi landsvæðið þar sem hægt er að rækta það stækkað og náð inn á hálendið eða íslenskar eyðimerkur. Slíkt gæti aukið möguleikana á timburframleiðslu hérlendis.

Erfitt að vita fyrirfram hver tækifærin verða

Meðal annars hefur verið bent á vaxandi orkuþörf Kínverja en jarðefnaeldsneyti dugir ekki til að fullnægja henni. „Það gætu verið tækifæri en það er erfitt að vita fyrirfram hver þau verða,“ sagði Þorbergur. Til dæmis sé ekki víst að hlýnunin verði næg til að hægt verði að bæta við tegundum.

„Við þurfum að vinna tækifærin ef við ætlum að aðlaga skógana. Það er mannfólkið sem notar tækifærin en ekki vistkerfi.“

Þorbergur benti á að hérlendis sé búið lofa miklu landi til ræktunar. Hins vegar vanti fjármagn til að sinna gróðursetningu og annarri umsýslu svo alvöru skógariðnaður þrífis hérlendis. Bættar aðstæður til ræktunar gætu gert íslenska skógrækt arðbærari.

„Kerfið gæti breyst úr kerfi sem haldið er uppi af skattborgurum yfir í kerfi sem þrífst á einkafjárfestingu. Lífeyrissjóðirnir þurfa til dæmis fjárfestingatækifæri hérlendis og þetta gæti reynst tækifæri í atvinnuskógrækt.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.