Dæmdur fyrir falsað vegabréf: Leiðrétta þurfti ákæru

logregla syslumadursey heradsdomuraustRúmlega fertugur karlmaður frá Máritaníu var í Héraðsdómi Austurlands dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu hingað til lands með ferjunni Norrænu.

Manninum var í ákæru gefið að sök að hafa framvísað í blekkingarskyni við vegabréfaskoðun hjá landamæraeftirliti lögreglu, frönsku vegabréfi útgefnu á nafni annars manns, sem síðar hafi verið „breytifalsað“, þ.e. falsað að hluta.

Hlífðarfilmu upplýsingasíðu vegabréfsins hafði verið lyft, upprunaleg mynd og persónuupplýsingar fjarlægðar og ný upplýsingasíða límd í vegabréfið.

Þegar málið var tekið fyrir þurfti að bóka um leiðréttingu á áður útgefinni ákæru þar sem að fyrir mistök stóð í ákærunni að ákærði væri frá Máritíus, sem er eyríki í Indlandshafi. Hið rétta er að maðurinn er frá Máritaníu sem er á norðvesturströnd Afríku.

Þessi mistök höfðu þó ekki áhrif á framgang málsins, en ákærði játaði skýlaust sök í því.

Málsmeðferð gekk nokkuð hratt fyrir sig en maðurinn kom til landsins og var handtekinn að morgni 8. október. Ákæra á hendur honum var gefin út samdægurs og málið var tekið fyrir og dómur kveðinn upp degi síðar eða 9. október.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.