Dæmdur fyrir að skalla lögreglumann í andlitið

heradsdomur domsalurHéraðsdómur Austurlands dæmdi í síðustu viku tvítugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla lögreglumann við skyldustörf tvisvar í andlitið.

Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Gömlu símstöðina á Egilsstöðum í fyrravor. Í dóminum segir að gerandinn hafi játað brot sitt greiðlega.

Það er metið honum til refsilækkunar þótt brot gegn valdstjórninni sé í eðli sínu alvarlegt brot og að skalla annan mann í andlitið sé hættulegt háttsemi. Lögreglumaðurinn hlaut ekki áverka eftir árásina.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.