Dæmdur fyrir að skalla lögreglumann í andlitið
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í síðustu viku tvítugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla lögreglumann við skyldustörf tvisvar í andlitið.Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Gömlu símstöðina á Egilsstöðum í fyrravor. Í dóminum segir að gerandinn hafi játað brot sitt greiðlega.
Það er metið honum til refsilækkunar þótt brot gegn valdstjórninni sé í eðli sínu alvarlegt brot og að skalla annan mann í andlitið sé hættulegt háttsemi. Lögreglumaðurinn hlaut ekki áverka eftir árásina.