Austfirskir lögreglumenn hafa áhyggjur af samskiptum kynjanna innan lögreglunnar

logreglanFélagar í Lögreglufélagi Austurlands harma niðurstöður skýrslu um vinnumenningu og kynjatengsl innan lögreglunnar. Rannsóknin sýndi fram á erfiða stöðu kvenna innan lögreglunnar.

Þetta kemur fram í ályktun frá aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðustu viku. Þar er skorað á stjórnendur lögregluembætta að taka „af festu á kynferðislegu áreiti og einelti.“

Jafnframt er skorað á lögreglumenn „af báðum kynjum að umgangast hvert annað af þeirri virðingu sem við öll eigum skilið.“

Í nýlegri rannsókn kom fram að 31% lögreglukvenna hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Viðhorf til kvenna innan lögreglunnar virðist neikvætt og þær eiga litla möguleika á að komast áfram í starfi. Þetta leiðir síðan til verulegs brotthvarfs kvenna úr lögreglunni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.