Páll Björgvin: Við getum byrjað strax á morgun

pall bjorgvin nordurslodir okt13Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir sveitarfélagið vel í stakk búið til að takast á við verkefni og tækifæri sem kunna að fylgja breyttum aðstæðum á norðurslóðum. Uppbygging stóriðju hafi undirbúið Fjarðabyggð fyrir fleiri stórverkefni.

Þetta kom fram í máli Páls Björgvins á málþingi á Eskifirði á mánudag og alþjóðavæðingu norðurslóða. Meðal þess sem þar var rætt voru möguleikar fyrir siglingar fragtskipa um norðurskautið vegna bráðnunar íss á svæðinu.

Þá keppast íslensk sveitarfélög einnig um væntanlega þjónustu við olíuleit á Drekasvæðinu. Staðsetningin skiptir Fjarðabyggð þar miklu máli. „Við erum á margan hátt rétt staðsett. Það er þriggja klukkustunda styttri sigling á Reyðarfjörð en á Akureyri.“

Höfuðáherslu lagði Páll Björgvin á samvinnu innan svæðisins. Menn hefðu staðið saman um uppbygginu álversins og verði einnig að standa saman ef takast eigi að byggja upp þjónustu eystra við siglingar á norðurslóðum.

„Það er ekkert sjálfgefið að miðstöð þjónustu við þessu tækifæri verði hér, ekki einu sinni á Íslandi. Sveitarfélögin mega ekki keppa of mikið innbyrðis heldur einbeita okkur að því að tryggja verkefnið á landið því ef það kemur er það meira en nokkurt einstakt sveitarfélag ræður við.“

Hann sagði reynslu af stórum verkefnum eins og uppbyggingu álversins koma Fjarðabyggð til góða. „Hér hefur verið byggð upp stóriðja og það gerir okkur kleift að taka þátt í þessu verkefni. Fjarðabyggð standa margfalt fleiri dyr opnar eftir, heldur en fyrir.“

Þar styðji Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð hvort við annað. Fljótsdalshérað með sína þjónustu og flugvöllinn en Fjarðabyggð með hafnaraðstöðuna.

„Það má segja að við getum byrjað á morgun. Hafnarkanturinn á Reyðarfirði bíður eftir þeim skipum sem halda til olíuleitar á Drekasvæðinu.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.