Atvinnutorg Austurlands á Austurfrétt
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. okt 2013 15:40 • Uppfært 29. okt 2013 18:23
Austurfrétt hefur opnað undirvefinn Atvinnutorg Austurlands. Á síðunni geta atvinnurekendur komið atvinnuauglýsingum á framfæri og atvinnuleitendur geta skráð sig á póstlista til að fylgjast með nýjum störfum.
„Þetta er hluti af hugsun okkur að byggja upp samfélagsvef,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, markaðsstjóri Austurfréttar.
„Aðsókn á vefinn hefur aukist umtalsvert síðustu vikur og við verðum varir við að fleiri taka eftir vefnum. Við vitum að hann er bæði sóttur af þeim sem búa á Austurlandi en eins af þeim sem búa utan hans.
Auglýsing á Atvinnutorginu er því kjörin leið til að ná til þess markhóps sem hefur áhuga á Austurlandi og fylgist með því sem hér er að gerast.“
Atvinnuauglýsingar eru á sérstöku tilboðsverð, 5.000 kr. + vsk. i til áramóta. Nánari upplýsingar veitir Stefán Bogi Sveinsson, markaðsstjóri, í síma 696-6110 eða á netfangið
Skoða Atvinnutorg Austurlands á Austurfrétt