Atvinnutorg Austurlands á Austurfrétt

Atvinnutorg Austurlands á AusturfréttAusturfrétt hefur opnað undirvefinn Atvinnutorg Austurlands. Á síðunni geta atvinnurekendur komið atvinnuauglýsingum á framfæri og atvinnuleitendur geta skráð sig á póstlista til að fylgjast með nýjum störfum.

„Þetta er hluti af hugsun okkur að byggja upp samfélagsvef,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, markaðsstjóri Austurfréttar.

„Aðsókn á vefinn hefur aukist umtalsvert síðustu vikur og við verðum varir við að fleiri taka eftir vefnum. Við vitum að hann er bæði sóttur af þeim sem búa á Austurlandi en eins af þeim sem búa utan hans.

Auglýsing á Atvinnutorginu er því kjörin leið til að ná til þess markhóps sem hefur áhuga á Austurlandi og fylgist með því sem hér er að gerast.“

Atvinnuauglýsingar eru á sérstöku tilboðsverð, 5.000 kr. + vsk. i til áramóta. Nánari upplýsingar veitir Stefán Bogi Sveinsson, markaðsstjóri, í síma 696-6110 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Skoða Atvinnutorg Austurlands á Austurfrétt

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.