Fyrsti síldarfarmurinn kominn til Vopnafjarðar

ingunn ak sild okt13 webVopnfirðingar fögnuðu því í dag að fyrsti farmur íslensku síldarinnar á þessari vertíð kom að bryggju. Ingunn AK var fyrsta skipið úr flota HB Granda til að leita á miðin en Lundey NS hóf einnig veiðar í gær.

Í samtali við Austurfrétt í dag sagði Magnús Þór Róbertsson, vinnslustjóri H.B. Granda á Vopnafirði, Ingunni hafa verið með um 950 tonn þegar hún lagðist að bryggju rétt fyrir hádegið.

Hann segir fyrstu ferð hafa gengið vel og að útlitið sé svipað og í fyrra þegar frystingar hófust um miðjan október. Kvótinn er einnig svipaður og í fyrra en Vopnfirðingar fá þá 10.000 tonn. Magnús telur að þessi vertíð verði svipuð og sú í fyrra en vonast þó til þess að síldin verði eitthvað stærri.

Það má búast við því að Vopnfirðingar taki fyrsta farminum fagnandi eftir um það bil fjögurra vikna vinnslustopp frá lokum makrílvertíðarinnar.

Í kringum 85 manns munu koma að fiskvinnslunni á Vopnafirði og þar af eru 15 aðkomumenn. Því má reikna með því stór hluti heimamanna hafi andað léttar þegar þeir sáu fyrsta skipið sigla inn fjörðinn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.