Leiðindaveður á Austurlandi: Ófært um Fjarðarheiði og Oddskarð

fjardarheidi 30012013 0075 webGengið er í vonskuveður víða á Austurlandi en samkvæmt veðurspá mun veðrið ganga niður í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er stórhríð á Oddskarði og vegurinn lokaður. Því er ófært í Neskaupstað.

Eins er óveður á Fjarðarheiði og því ófært með öllu til Seyðisfjarðar.

Annarsstaðar í fjórðungnum er víða allnokkur úrkoma og snjóþekja eða hált á vegum. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát þegar farið er á milli staða.

Nálgast má samanteknar upplýsingar um færð á vegum og veðurspá fyrir Austurland hér á vef Austurfréttar.

Slóðin er www.austurfrett.is/vedur.

Mynd: Snjómokstur á Fjarðarheiði fyrr á þessu ári.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.