Aðalbjörn hættur eftir 28 ár í sveitarstjórn: Mikil endurnýjun á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. jún 2010 21:59 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Mikil endurnýjun hefur orðið í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps en aðeins einn fulltrúi situr áfram í hreppsnefndinni. Fráfarandi hreppsnefnd kom nýlega saman til síns seinasta fundar þar sem Aðalbjörn Björnsson kvaddi eftir 28 ára setu í sveitarstjórn.
Aðalbjörn var kosinn oddviti í fyrra en sat í heiðurssæti K-listans í kosningunum. Á fundinum þakkaði hann samferðamönnum fyrir samstarfið í gegnum árin. Hann þakkaði minnihlutanum fyrir aðhald og þá samstöðu sem ríkti þegar á reyndi. Ólafur Ármannsson fór einnig úr sveitarstjórn en hana hefur hann verið viðloðandi frá árinu 1986. Guðrún Anna Guðnadóttir situr ein eftir.