Skip to main content

Aðeins sótt um eina af sjö nýjum lóðum á Borgarfirði eystri

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. apr 2024 13:43Uppfært 11. apr 2024 15:06

Einungis einn aðili sótti um lóð við Jörfa á Borgarfirði eystri þegar Múlaþing auglýsti þar alls sjö nýjar lóðir til úthlutunar í marsmánuði.

Lóðirnar nýju voru formlega auglýstar í byrjun febrúar en þar um að ræða lóðirnar Hólma-, Mikla-, Bakka-, Vörðu-, Smára- og Fjárborg auk Mýrartúns.

Var umsóknarfrestur gefinn til 18. mars síðastliðinn en aðeins barst ein umsókn. Sú var frá fyrirtækinu Bjarni byggir sem hyggst byggja fjögurra íbúða raðhús í bænum en skipulagsfulltrúi Múlaþings fyrir sitt leyti samþykkti umsóknina.

Lóðirnar sjálfar verða formlega afhentar um miðjan ágúst.