Aðsókn minnkar i Covid-próf
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. apr 2022 19:48 • Uppfært 05. apr 2022 19:58
Aðsókn í sýnatöku vegna Covid-19 hefur minnkað jafnt og þétt síðustu viku. Enn er þó töluvert hátt hlutfall þeirra sem mæta í sýnatöku sem greinist með veiruna.
Samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hafa um 400 af þeim tæplega 600 hraðprófum, sem tekin hafa verið síðustu tvær vikur, greinst jákvæð.
Prófunum hefur fækkað og opnunartími fyrir sýnatökur verið styttur. Próf eru í boði mánudaga og miðvikudaga til páska á Djúpavogi, Reyðarfirði, Egilsstöðum og Vopnafirði.
Fram kemur að í ljósi þróunarinnar verði fundum aðgerðastjórnar fækkað og lengi tími líði milli tilkynninga. Áfram verði fylgst grannt með stöðu mála og sendar út upplýsingar ef þarf.