Æðavarp í Kollaleiru boðið út næstu tvö árin

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að bjóða út allt æðavarp í landi Kollaleiru í Reyðarfirði næstu tvö árin.

Þessi ákvörðun var tekin í vikunni og það er ástæða þess hve varpið er boðið út í tiltölulega skamman tíma eða aðeins tvö ár en varp er að hefjast um þessar mundir ef það er ekki þegar hafið í leirunum við Reyðarfjörðinn.

Æðavarp hefur vaxið og dafnað á þessu svæði um fimmtán ára skeið en æðarfuglinn er friðlýstur fugl sem varpar þeim skyldum á herðar sveitarfélagsins að gæta hans og vernda meðan á varptíma stendur.

Skipulags- og framkvæmdanefnd Fjarðabyggðar taldi í áliti sínu vegna þessa ekki síður mikilvægt að gæta að jafnrétti almennings að nýtingarrétti á verðmætum á umræddu svæði. Þannig sé það fyrir bestu að tiltekinn aðili sjái um svæðið og hugsi um og hlúi að fuglinum yfir varptímabilið. Á þetta féllst bæjarráð.

Ráð er fyrir gert að bjóða varpið aftur út að tveimur árum liðnum og þá til mun lengri tíma.

Leirurnar í landi Kollaleiru er vinsæll varpstaður æðafugla en gæta þarf vel að því stutt er í atvinnu- og athafnasvæði eins og sést á meðfylgjandi mynd Skipulags- og framkvæmdanefndar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.