Skip to main content

Afkastamiklir á línubátnum Toni-NS frá Borgarfirði eystra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. ágú 2025 14:53Uppfært 18. ágú 2025 15:02

Línubáturinn Toni NS-20 frá Borgarfirði eystra toppar aflalista báta undir þrettán tonnum að stærð það sem af er ágústmánuði samkvæmt lista Aflafrétta. Það hreint ekki í fyrsta sinn sem skipverjar á þeim bát afla meira en aðrir.

Toni NS-20 er 20 ára gamall línu- og handfærabátur sem Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði hefur lengi gert út. Þegar hefur verið haldið í fjóra róðra í ágústmánuði og komið verið til lands með 13,2 tonn af afla hingað til og það að stærstum hluta þorskur og ýsa.

Það þaulvanur maður í skipstjórastólnum um borð í Toni-NS en það er Gunnlaugur Antonsson sem hefur áratugalanga reynslu af sjómennsku. Aðspurður um hvað skýri góð aflabrögð ár eftir ár gantast hann með að það hangi beint við að nenna að fara út í túra.

„En það sannarlega gengið vel þetta sumarið þó ég sé nú ekki að veita því sérstaka athygli hvort við fiskum meira eða minna en aðrir svipaðir bátar. En það sem er sennilega enn jákvæðara er að það er áberandi vænni þorskur sem er að veiðast hér nú en lengi hefur verið raunin samkvæmt mönnum sem þekkja til langt aftur í tímann. Ég skal ekki fullyrða neitt um orsakir þessa en hugsanlega er þetta afleiðing af því að banna togurum að koma hingað alveg hingað alveg sex sjómílur frá landi. Það hafði alltaf töluverð áhrif á línu- og handfæraveiðar þegar það var raunin.“

Skipperinn á Toni-NS með einn vænan en þeir fiskar hafa verið óvenju vænir þetta sumarið að hans sögn. Mynd: Aðsend