AFL undirbýr allsherjarverkfall
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. maí 2011 14:00 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Samninganefnd ALFs Starfsgreinafélags samþykkti í gær að fela formanni
félagsins, Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur, að hefja undirbúning boðunar
allsherjarverkfalls á félagssvæðinu sem nær yfir allan
Austfirðingafjórðung.
Í frétt á vef AFLs segir að tillagan hafi verið samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna sem komið hafi allt norðan frá Vopnafirði og sunnan frá Hornafirði. Fundurinn hafi verið fjölsóttur og mikill hugur í fundarmönnum.
Hjördísi Þóru var falið að boða annan fund þegar tillaga um verkkallsboðun liggur formlega fyrir með dagsetningu og umfangi. Henni var einnig falið að hafa samráð við önnur félög og sambönd innan Alþýðusambands Íslands um aðgerðir.
Fleiri aðildarfélög ASÍ hafa hafið undirbúning allsherjarverkfalls í lok maí. Þeim tilmælum hefur verið beint til félaganna að vísa kjaradeilum sínum til ríkissáttasemjara. Ekkert hefur þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og ASÍ seinustu tvær vikur. Lengd samninga og framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins virðast ráða þar mestu um.
Hjördísi Þóru var falið að boða annan fund þegar tillaga um verkkallsboðun liggur formlega fyrir með dagsetningu og umfangi. Henni var einnig falið að hafa samráð við önnur félög og sambönd innan Alþýðusambands Íslands um aðgerðir.
Fleiri aðildarfélög ASÍ hafa hafið undirbúning allsherjarverkfalls í lok maí. Þeim tilmælum hefur verið beint til félaganna að vísa kjaradeilum sínum til ríkissáttasemjara. Ekkert hefur þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og ASÍ seinustu tvær vikur. Lengd samninga og framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins virðast ráða þar mestu um.