AFL undirbýr allsherjarverkfall

afl.gifSamninganefnd ALFs Starfsgreinafélags samþykkti í gær að fela formanni félagsins, Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur, að hefja undirbúning boðunar allsherjarverkfalls á félagssvæðinu sem nær yfir allan Austfirðingafjórðung.

 

Í frétt á vef AFLs segir að tillagan hafi verið samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna sem komið hafi allt norðan frá Vopnafirði og sunnan frá Hornafirði. Fundurinn hafi verið fjölsóttur og mikill hugur í fundarmönnum.

Hjördísi Þóru var falið að boða annan fund þegar tillaga um verkkallsboðun liggur formlega fyrir með dagsetningu og umfangi. Henni var einnig falið að hafa samráð við önnur félög og sambönd innan Alþýðusambands Íslands um aðgerðir.

Fleiri aðildarfélög ASÍ hafa hafið undirbúning allsherjarverkfalls í lok maí. Þeim tilmælum hefur verið beint til félaganna að vísa kjaradeilum sínum til ríkissáttasemjara. Ekkert hefur þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og ASÍ seinustu tvær vikur. Lengd samninga og framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins virðast ráða þar mestu um.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.