Skip to main content

Aflétta öllum rýmingum á Seyðisfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. sep 2023 11:35Uppfært 20. sep 2023 11:37

Að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra hafa lögregluyfirvöld á Austurlandi ákveðið að afléttu öllum rýmingum á Seyðisfirði.

Þetta var staðfest eftir fund í morgun en rýmingar á hluta byggðarinnar undir Strandatindi voru ákveðnar þegar hvað mest gekk á í veðrinu á mánudaginn var. Töluvert hefur nú dregið úr úrkomu þar og annars staðar á Austurlandi þó spár geri áfram ráð fyrir nokkurri vætu í og með út daginn á fjörðum Austurlands.

Um er að ræða hús á reitum 4 - 5 - 6 - 7a sem eru á Strandavegi og Hafnargötu. Nánar tiltekið Strandavegur 39, 35, 33, 29, 27, 23, 21, 19, 15, 13, 2 og 1 til 11. Hins vegar við Hafnargötuna hús númer 57, 54, 53a, 52a, 52, 50, 51, 49, 48b, 48, 47, 46b, 46, 44b, 44, 43, 42b, 42, 40, 38 og 25.