Aflétting rýminga hafin
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 31. mar 2023 10:06 • Uppfært 31. mar 2023 10:07
Veðurstofan hefur ákveðið að aflétta rýmingum af hluta þeirra svæða sem rýmd hafa verið í vikunni á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað.
Afléttingin var ákveðin á fundi veðurstofunnar með almannavörnum í morgun. Annar fundur er fyrirhugaður nú klukkan 11. Vonir eru um frekari afléttingar á snjóflóðahættusvæðum þar. Gögnum um ástandið í fjöllunum hefur verið safnað í morgun og þau metin eftir því sem þau berast.
Lengra verður í að íbúar á svæðum sem rýmd voru vegna hættu á krapaflóðum í gær fái að snúa heim til sín. Tvö krapaflóð féllu yfir veginn í sunnanverðum Fáskrúðsfirði í nótt. Byrjað er opna vegi og er nú greiðfært frá Eskifirði og suður úr nema vatn er á vegi við Djúpavog. Ófært er um Fagradal, Vatnsskarð, Fjarðarheiði og Fannardal.
Í Neskaupstað er aflétt rýmingu á reitum 8, 18 og 20. Reitur 8 er undir innsta hluta snjóflóðavarnargarðanna en hinir tveir utan, í kringum skólana og efri hluti Bakka.
Á Seyðisfirði er aflétt rýmingum á svæðum 13 og 15, það er að segja á Eyrinni og Bökkunum.
Á Eskifirði er aflétt rýmingu í Efradalnum sem gripið var til á mánudag.
Samkvæmt rýmingarkortum hefur rýmingu verið aflétt á eftirtöldum húsum:
Neskaupstaður:
Ásgarður 8, 10 og 12
Hlíðargata 21, 22, 24–28 og 31–34
Urðarteigur 1–12, 12a, 14–18, 20–23 og 25–2
Árblik 1
Bakkabakki 1–3, 4a, 4b, 5, 6a, 6b, 7, 9, 11 og 15
Bakkavegur 5
Breiðablik 1, 3–7 og 9
Ekrustígur 2
Eyrargata 6
Gilsbakki 1, 3–8, 10 og 12
Mýrargata 10 (skóli), 10b (íþróttahús), 30, 32, 39 og 41
Nesbakki 2, 4 og 6
Nesgata 13, 14, 16, 18, 20, 20a, 25, 27, 29, 32, 33, 35, 36, 39a, 41 og 43
Skólavegur 12 (grunnskóli)
Starmýri 1
Lyngbakki 4
Marbakki 5 og 7–14
Sæbakki 11, 13, 15, 18, 22, 24, 26, 28 og 3
Seyðisfjörður:
Bjólfsgata 1, 4, 6–8 og 10
Fjarðargata 8 og 10
Fjörður 3 og 7
Norðurgata 3, 5–8 og 10
Oddagata 2, 4b, 4c, 4d, 4e og 6
Ránargata 1, 3 og 5
Vesturvegur 4 og 8
Öldugata 6, 8, 11–14 og 16
Árbakki 1, 3, 5, 7 og 9
Dalbakki 1, 3, 5, 7 og 9
Fjarðarbakki 1–10
Leirubakki 1–7, 9 og 10
Eskifjörður:
Bogahlíð 2,4,6,12 og 14
Brekkubarð 1-3
Dalbarð 2-4,6,8,11,13 og 15
Eskifjörður (nafn húss)
Fífubarð 1-11
Mynd: Landsbjörg