Afnema orkuskerðingar til stórnotenda á landinu öllu

Landsvirkjun hefur ákveðið af aflétta öllum skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda frá og með deginum í dag. Það er þremur til fimm vikum fyrr en reiknað var með.

Tilkynning um þetta barst í dag frá stofnuninni en upp úr áramótum, sökum lélegrar vatnsstöðu í lónum landsins, tók Landsvirkjun þá ákvörðun að skerða raforku til stórnotenda sem olli verulegum vandræðum hjá fjölmörgum stærri fyrirtækjum sem og hjá ýmsum fjarvarmaveitum á köldum svæðum. Þeim skerðingum nú lokið. Áfram verða þó skerðingar á orku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem kaupa svokallaða víkjandi orku.

Ástæða þess að skerðingum er hætt fyrr en áætlað var í upphafi eru að hlýindi undanfarið hafa skilað auknu rennsli bæði á Suðurlandi og á hálendinu og miklar leysingar hafa verið undanfarið við Blöndulón. Staðan ekki jafn jákvæð í Hálslóni við Kárahnjúka en þar hafa litlar breytingar orðið upp á síðkastið. Það sé hins vegar bjart útlit enda mikill snjór á Austurlandi og spár fræðinga stofnunarinnar búast við auknu innrennsli þar á næstunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.