Áfram einna mest notkun þunglyndislyfja á Austurlandi
Það aðeins á Norðurlandi þar sem meira er ávísað af þunglyndislyfjum hérlendis en á Austurlandi samkvæmt lyfjamælaborði Landlæknis. Slíkum ávísunum fækkaði þó austanlands fyrsta sinni á síðasta ári samkvæmt töflum Landlæknis sem ná aftur til 2013.
Árið 2022 var ávísað austanlands alls 174,3 dagsskömmtum af þunglyndislyfjum per þúsund íbúa en meðaltalið á landsvísu það ár voru 156,5 dagsskrammtar á hverja þúsund íbúa. Aðeins á Norðurlandi var meira ávísað af slíkum lyfjum eða 174,7 skömmtum. Þessir tveir landshlutar skera sig töluvert frá öðrum en til samanburðar var fjöldi slíkra ávísana á höfuðborgarsvæðinu í fyrra 154,5 skammtar.
Það gerðist þó fyrsta sinni í fyrra að ávísunum fækkaði milli ára. Eins og sést á meðfylgjandi töflu hefur ávísunum þunglyndislyfja fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013 en lengra aftur ná tölur Landlæknis ekki. Mest var ávísað 2020 og 2021 þegar dagsskammtafjöldi á hverja þúsund íbúa á Austurlandi náði 179 skömmtum en frá árinu 2010 fram til 2021 var notkun þunglyndislyfja mest á Austurlandi. Konur á Austurlandi nota um helmingi meira af þunglyndislyfjum en karlar í fjórðungnum.
Fram á síðasta ár fjölgaði þeim jafnt og þétt sem notuðu þunglyndislyf hér austanlands. Tafla Landlæknir