Áfram greinast riðuvarnargen á Þernunesi

Fimm kindur í viðbót með genaarfgerðina ARR, sem talin er veita vörn gegn riðu, hafa fundist á bænum Þernunesi í Reyðarfirði.

Síðan fyrstu kindurnar hérlendis með afbrigðið fundust á bænum í byrjun árs hefur verið farið skipulega í gegnum hjörðina, að því er fram kemur í frétt frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.

Í byrjun mánaðarins bárust niðurstöður á greiningum á 136 sýnum frá Þernunesi. Í þeim voru fimm nýjar kindur með arfgerðina og eru þær orðnar 14 þar alls.

Alls hafa verið tekin um 18.000 sýni úr sauðfé um allt land til að leita að genum sem veitt geta vörn gegn riðunni. Sýnin eru send út til Þýskalands þar sem búið er að fullgreina um þriðjung þeirra. Á næstu dögum er von á frekari niðurstöðum úr sýnum sem send voru út í byrjun mars.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.