Skip to main content

Áfram leitað að Gunnari Svan í sumar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. jún 2023 15:49Uppfært 30. jún 2023 15:59

Leitað verður áfram í sumar að Gunnar Svan Björgvinssyni sem hvarf frá heimili sínu á Eskifirði í lok febrúar. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gær en engar nýjar vísbendingar hafa komið fram.


Sem fyrr beinist leitin að Eskifirði og nágrenni. Í gær voru leitaðar fjörur inn og út með Reyðarfirði og Eskifirði, frá Vöðlavík að Vattarnestanga.

Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi, voru aðstæður góðar en leitin árangurslaus.

Frekari leit er fyrirhuguð fljótlega í hlíðunum fyrir ofan Eskifjörð.