Skip to main content

Áfram varað við krapaflóðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. apr 2023 04:22Uppfært 04. apr 2023 04:23

Almannavarnir á Austurlandi varar áfram við hættu á krapaflóðum í hlýindum og rigningu.


Hlýtt hefur verið á Austfjörðum í nótt, hitinn á bæði Skjaldþingsstöðum og Seyðisfirði var kominn í yfir 12 gráður klukkan fjögur. Þá tók að rigna undir miðnætti á hluta Austfjarða.

Spáð er að heldur dragi úr úrkomunni undir hádegi en hún fari aftur af stað í kvöld. Síðan styttir upp og kólnar á morgun.

Enn er talsverður snjór í hlíðum og fjöllum og því ekki hægt að útiloka krapaflóð í lækjarfarvegum. Fólki er því beðið um að sýna aðgát nærri vatnsfarvegum þar sem spýjur geta borist niður.

Íbúar í húsum nærri farvegum með sögu um krapaflóð eru hvattir til þess að sýna aðgæslu og dvelja ekki í kjallaraherbergjum með gluggum sem vísa upp í hlíðina á meðan að rigningin gengur yfir.