Aftur komin göngubrú á Búðará

Lokið hefur verið við endurbyggingu á göngubrú á Búðará, ofan Reyðarfjarðar. Brúin skemmdist í óveðrinu sem gekk yfir Austfirði í september 2022.

Brúin var fyrst byggð árið 2015 af Rafveitu Reyðarfjarðar í tilefni af 85 ára afmæli hennar. Launafl byggði brúna þá, líkt og aftur nú. Í frétt frá Fjarðabyggð segir að hún tengi saman gönguleiðir austan og vestan við ána auk þess að veita almenningi aðgengi að vinsælu útivistarsvæði.

Rafveitan var stofnuð árið 1930 þegar Búðará var virkuð, en brúin liggur að hluta til ofan á stíflumannvirkinu. Virkjunin var sú önnur á Austurlandi, á eftir Fjarðarvirkjun á Seyðisfirði og sú stærsta þar til Grímsárvirkjun var tekin í notkun rétt fyrir 1960.

Mynd: Ragnar Sigurðsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.