Skip to main content

Aftur veldur bilun á Grundartanga rafmagnstruflunum á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. sep 2010 12:26Uppfært 08. jan 2016 19:21

kerskali_alcoa.jpgLjós blikkuðu á Austurlandi fyrir hádegið og taka þurfti rafmagn af kerskála Alcoa Fjarðaáls vegna rafmagnstruflananna. Ástæðan er bilun hjá Norðuráli á Grundartanga.

 

Í tilkynningu frá Landsneti segir að rafmagn hafi ekki farið af almenna kerfinu en talverður óróleiki orðið á spennu á Norður- og Austurlandi. „þar sem miklar álagsbreytingar urðu við útleysingu stóriðju.“

Þetta er í annað skiptið á rétt rúmri viku sem bilun hjá Norðuráli á Grundartanga veldur rafmangstruflunum um land allt. Í fyrra skiptið fór rafmagnið af hluta Austurlands. Þar var talið um bilun eystra að ræða og átti að taka það mál til sérstakrar athugunar.