Aftur veldur bilun á Grundartanga rafmagnstruflunum á Austurlandi

kerskali_alcoa.jpgLjós blikkuðu á Austurlandi fyrir hádegið og taka þurfti rafmagn af kerskála Alcoa Fjarðaáls vegna rafmagnstruflananna. Ástæðan er bilun hjá Norðuráli á Grundartanga.

 

Í tilkynningu frá Landsneti segir að rafmagn hafi ekki farið af almenna kerfinu en talverður óróleiki orðið á spennu á Norður- og Austurlandi. „þar sem miklar álagsbreytingar urðu við útleysingu stóriðju.“

Þetta er í annað skiptið á rétt rúmri viku sem bilun hjá Norðuráli á Grundartanga veldur rafmangstruflunum um land allt. Í fyrra skiptið fór rafmagnið af hluta Austurlands. Þar var talið um bilun eystra að ræða og átti að taka það mál til sérstakrar athugunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.