Ákærður fyrir að nauðga sofandi konu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. jún 2025 15:32 • Uppfært 11. jún 2025 14:03
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun fyrir að reyna að koma fram vilja sínum við konu sem gisti í gestaherbergi á heimili hans.
Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Austurlands í vikunni en það er rekið af héraðssaksóknara. Samkvæmt ákærunni er ákært fyrir nauðgun þar sem maðurinn hafi haft önnur kynferðismök en samræði við konuna.
Honum er gefið að sök að hafa farið inn í gestaherbergið þar sem konan lá sofandi. Hún vaknaði við að maðurinn var að strjúka rass hennar og reyna að hafa samræði við hana.
Hann hélt áfram að reyna þrátt fyrir að hún færði sig frá honum. Samkvæmt verknaðarlýsingu lét hann ekki af háttseminni fyrr en hún færði sig frá honum öðru sinni.
Saksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu málskostnaðar. Konan gerir einnig kröfur um 1,6 milljónir króna í miskabætur.