Skip to main content

Alcoa vill framleiða meira

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. sep 2010 18:10Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageAlcoa Fjarðaál hefur sótt um starfsleyfi fyrir meiri framleiðslu en það hefur í dag. Það kann að hafa í för með sér meiri brennisteinslosun en er í dag.

 

Gert er ráð fyrir að framleiðslan aukist um 10 þúsund tonn, úr 350 þúsundum í 360 þúsund. Ástæðan er meiri orka frá Landsvirkjun en áður var gert ráð fyrir.

Fyrirtækið hefur óskað eftir auknum sveigjanleika í mörkum losunar á brennisteini út í andrúmsloftið ef nota þurfi skaut með hærra brennisteinsinnihaldi. Í tillögu Umhverfisstofnunar að nýju starfsleyfi er ger ráðið að mörkin breytist, meðal annars því tekið sé tillit til þess að brennisteinn losnar í fleiri en einni lofttegund.