Alda Marín nýr fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði eystri

Alda Marín Kristinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði eystri í stað Jóns Þórðarsonar sem gengt hefur því starfi frá sameiningu fjögurra sveitarfélaga undir hatt Múlaþings.

Alda þekkir vel til enda verið búsett í þorpinu síðustu sex árin og starfaði um tíma sem verkefnastjóri þegar Borgarfjörður eystri tók þátt í byggðaverkefninu Brothættar byggðir. Þá hefur Alda ennfremur gert sig gildandi í heimastjórn þorpsins og komið að ýmis konar stefnumótun þar síðustu ár.

Síðustu misserin hefur hún starfað fyrir Austurbrú í markaðsstörfum og heildar stefnumótun fyrir Austurland allt. Státar hún af gráðu í ferðamálafræðum frá Háskólanum að Hólum og starfaði um tíma sem sölu- og markaðsstjóri á Hótel Holti í Reykjavík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.