Allar heimastjórnir Múlaþings lýsa áhyggjum af kröfum ríkisins í eyjur og sker

Allar fjórar heimastjórnir Múlaþings lýsa miklum áhyggjum af nýframkomnum kröfum íslenska ríkisins í ýmsar eyjur og sker austanlands. Þess krafist að kröfugerðin verði tekin til endurskoðunar.

Ályktun þessi var samþykkt samhljóða í öllum heimastjórnum sveitarfélagsins, í Djúpavogs- og Fljótsdalshéraði og á Seyðis- og Borgarfirði, í síðustu viku. Það viðbrögð við kröfugerð ríkisins í eyjur og sker við Austurland sem birt var opinberlega um miðjan febrúar síðastliðinn. Sveitarstjórnir hafa nú rúma tvo mánuði til gagnkrafna áður en Óbyggðanefnd fer yfir þær og ákvarðar í málinu. Í Fjarðabyggð fer nú lögmaður yfir kröfurnar áður en þær verða lagðar fyrir bæjarráð.

Kröfur ríkisins ná til þekktra og á köflum vinsælla staða á borð við Hafnarhólma í Borgarfirði, Skrúð í Fáskrúðsfirði, Búlands- og Berufjarðareyjur allar og Bjarnarey í Vopnafirði svo aðeins fáeinar af yfir 30 tilteknum kröfum alls séu nefndar.

Heimastjórnirnar eru á þeirri skoðun að kröfugerð ríkisins sé meingölluð og samrýmist ekki gildandi lögum að hluta til eða eins og segir í ályktunum þeirra allra:

Í raun virðist stofnað til ágreings um eignarréttarlegrar stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið. [...] Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs.

Hafnarhólminn ríkiseign? Ríkið gerir meðal annars kröfu í þennan geysivinsæla áfangastað á Borgarfirði eystra

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.